
Um okkur
Hvernig er slökkviliðið skipað
Slökkvilið BS er skipað bæði atvinnu- og hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Samtals eru 48 stöðugildi innan BS, þar af eru 30 slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn í fastaliði og 18 slökkviliðsmenn hlutastarfandi í varaliði BS, af þeim eru 7 í Vogum. Einnig eru 6 stöðugildi sjúkraflutningsmanna í Grindavík.
Unnið er á 12 tíma vöktum í vaktakerfinu 5-5-4. Vaktirnar eru frá 08:00-20:00 og 20:00-08:00

Brunavarnir Suðurnesja sinna um 4.800 sjúkrafluttningum á ári
Starfssvæði Brunavarana Suðurnesja
Slökkvilið
Svæðið okkar nær frá Hvassahrauni sunnan Virkishóla um öll suðurnes að Reykjanestá utan Grindavíkur, um Seltjörn, og Flugverndarsvæði innan Keflavíkurflugvallar.
Sjúkraflutningar
Starfssvæði okkar tengdum sjúkraflutningum eru öll suðurnesin að Hvassahrauni og sunnanmegin að Holhrauni
Slökkvilið
Slökkviliðið starfar samkvæmt ákvæðum laga nr. 75/2000, varðandi eldvarnir. Markmið slökkviliðsins er að bjarga mannslífum, eignum og umhverfi. Brunavarnir Suðurnesja hefur um að ráða m.a. fjórum dælubílum, einum körfubíl, einum tankbíl og einum kassabil sem hefur að geyma eiturefnabúnað og búnað fyrir vatnsleka. Hægt er að sjá tæki Brunavarna Suðurnesja með að ýta á nánar.
Sjúkraflutningar
Brunavarnir Suðurnesja eru með samning við Sjúkratrygginngar Íslands og annast sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Sjúkraflutningar hafa aukist á seinustu árum og eru flutningarnir í kringum 4800 á ári. Brunavarnir hafa til umráða fimm sjúkrbifreiðar frá sjúkrabílasjóði RKÍ..
Hæfniskröfur
Með því að ýta á myndina getur þú nálgast hæfniskröfur, upplýsingar um inntökuprófið og starfsumsókn.